Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hoppuðu á bíla og brutu rúðu
Þriðjudagur 19. febrúar 2013 kl. 07:08

Hoppuðu á bíla og brutu rúðu

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í fyrrinótt tilkynning þess efnis að tveir menn væru að gera það að leik sínum að hoppa á bíla fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Eftir að mennirnir, sem eru um og yfir tvítugt, voru búnir að hoppa á nokkra bíla kom að því að annar þeirra braut framrúðu bifreiðar í látunum. Lögregla ræddi við mennina og tjáði þeim sem braut rúðuna að hann yrði að gjalda fyrir gjörðir sínar.

Þá barst lögreglu önnur tilkynning um að gengið hefði verið ofan á bifreið og sáust skóför eftir þann einstakling á þaki bílsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024