Hópið opnar að nýju í fyrramálið
Hópið, fjölnota íþróttahús Grindavíkurbæjar, opnar aftur í fyrramálið, miðvikudaginn 17. október, fyrir
Hópið, fjölnota íþróttahús Grindavíkurbæjar, opnar aftur í fyrramálið, miðvikudaginn 17. október, fyrir fótboltaæfingar og heilsueflingu eldri borgara og aðrar íþróttagreinar sem þar eru stundaðar. Hópið hefur verið lokað undanfarnar fjórar vikur þar sem skipta þurfti um gervigras vegna galla í grasinu.
Þann 19. september sl. hóf fyrirtækið Polytan GmbH framkvæmdir við endurnýjun yfirborðs gervigrass í Hópinu og gengu framkvæmdir að mestu samkvæmt áætlun.
Æfingatafla yngri flokkanna verður óbreytt til að byrja með en þjálfarar einstakra flokka veita nánari upplýsingar um æfingatíma hvers flokks fyrir sig.