Hópferðir Sævars taka við almenningssamgöngum
- ætlun verður óbreytt
Hópferðir Sævars taka við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ um miðnætti. Fimm vagnar verða í akstri á vegum Hópferða Sævars, jafn margir og fyrir voru í akstri á vegum SBK, sem hefur séð um aksturinn undanfarin ár. Bílarnir eru allir nýlegir og vel búnir. Áætlunin verður óbreytt og þjónustan verður gjaldfrjáls að minnsta kosti í sumar.