Hópferðir Sævars aka nemendum Akurskóla og Háaleitisskóla
Reykjanesbær tók tilboði Hópaferða Sævars í skólaakstur fyrir Akurskóla og Háaleitisskóla skólaárið 2017-2018. Tilboðið var rúmlega átta milljónum króna undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæplega 15 milljónir. Um er að ræða akstur grunnskólabarna fram og til baka vegna íþrótta- og sundiðkunar tvo daga í viku fyrir hvorn skóla.
Verðfyrirspurn í skólaaksturinn var auglýst á Útboðsvefnum frá 28. júní sl. og þar til tilboðsfrestur rann út kl. 16:00 þann 5. júlí. Verðkönnunin var einnig send til 13 rútufyrirtækja. Einungis eitt tilboð barst, frá Hópferðum Sævars og var það 55,3% undir kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar. Því var tilboðinu tekið.