Hönnunarsamningur við Arkis undirritaður
Reykjanesbær hyggst reisa rúmlega 10.000 m² skóla í Dalshverfi
Á föstudag undirrituðu fulltrúar Reykjanesbæjar og arkitektastofunnar Arkis hönnunarsamning á nýjum grunnskóla í Reykjanesbæ. Áætlað er að Arkis skili aðaluppdrætti í ágúst nk. og að alútboðsgögn í 1. áfanga verði klár í lok september nk. Framkvæmdir við bráðabirgðaskólahúsnæði eru þegar hafnar og verður sú eining tilbúin í ágúst.
Reykjanesbær hyggst reisa rúmlega 10.000 m² skóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ byggðan á samkeppnistillögu Arkís arkitekta frá febrúar 2017. Skólinn mun hýsa leikskóla, grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, tónlistarskóla og bókasafn ásamt tengdum rýmum. Tillagan var valin af byggingarnefnd skólans.