Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hönnunarsamningur við Arkis undirritaður
Þriðjudagur 6. júní 2017 kl. 10:29

Hönnunarsamningur við Arkis undirritaður

Reykjanesbær hyggst reisa rúmlega 10.000 m² skóla í Dalshverfi

Á föstudag undirrituðu fulltrúar Reykjanesbæjar og arkitektastofunnar Arkis hönnunarsamning  á nýjum grunnskóla í Reykjanesbæ. Áætlað er að Arkis skili aðaluppdrætti í ágúst nk. og að alútboðsgögn í 1. áfanga verði klár í lok september nk.  Framkvæmdir við bráðabirgðaskólahúsnæði eru þegar hafnar og verður sú eining tilbúin í ágúst.

Reykjanesbær hyggst reisa rúmlega 10.000 m² skóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ byggðan á samkeppnistillögu Arkís arkitekta frá febrúar 2017. Skólinn mun hýsa leikskóla, grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, tónlistarskóla og bókasafn ásamt tengdum rýmum. Tillagan var valin af byggingarnefnd skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024