Holtsgötu ekki lokað í bráð
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að loka ekki Holtsgötu í Njarðvík, að svo komnu máli, þar sem Bolafótur væri ekki tilbúinn sem safnbraut.Nokkur styr stóð um málið fyrir um hálfum mánuði síðan þegar það var tekið upp á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Reykjanesbæjar. Þá samþykktu fulltrúar meirihlutans að loka Holtsgötu, samkvæmt gildandi skipulagi. Fulltrúar minnihlutans mótmæltu lokuninni og sögðu að formaður nefndarinnar væri aðeins að þjóna eigin hagsmunum með henni, þar sem hús hans stæði á horni Bolafótar og Holtsgötu.