Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Holtsgata 39 jólahús Sandgerðisbæjar
Þriðjudagur 23. desember 2014 kl. 10:20

Holtsgata 39 jólahús Sandgerðisbæjar

- árið 2014.

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar hefur valið Holtsgötu 39 jólahús ársins 2014 og var eigendum hússins veitt viðurkenning af því tilefni í Vörðunni, mánudaginn 22. desember.
 
Eigendur hússins eru Arnar Óskarsson og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir.Stórt og mikið jólatré er áberandi fallega lýst í garði hússins og sagðist Arnar fyrst hafa reynt að lýsa það fyrir nokkrum árum. Þá vildi ekki betur til en svo að djúp lægð gekk yfir landið í sama mund og allt fauk meira og minna af trénu svo öll sú vinna fór í vaskinn. Í kjölfarið ákvað Arnar að þetta myndi hann tæplega reyna aftur en datt þó í stuð til að gera aðra tilraun í ár. Lýsingin var rétt komin á tréð þegar ógnarstór lægð gekk á ný yfir landið og og fleiri reyndar í kjölfarið en í þetta sinn sat allt sem fastast á trénu.
 
Þau hjón sögðu skemmtilegt að hljóta þessa viðurkenningu nú en auk þess að vera leyst út með veglegum jólavendi fengu þau gjafabréf frá HS Orku og HS Veitum að verðmæti 20.000 krónur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024