Holtaskóli vann með minnsta mun
Lokaviðureign spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar fór fram í Bergi í síðustu viku og mættust lið Holtaskóla og Akurskóla. Eftir æsispennandi keppni stóð lið Holtaskóla uppi sem sigurvegarai með 25 stig á móti 24 stigum Akurskóla.
Í liði Holtaskóla voru þau Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir, Matthías Leon Birkisson og Matthías Sigurþórsson. Keppendur Akurskóla voru Kári Ásmundsson, Viktor Þórir Einarsson og Ísak Máni Karlsson.