Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Holtaskóli tók Lífshlaupið með stæl
Föstudagur 27. febrúar 2015 kl. 14:39

Holtaskóli tók Lífshlaupið með stæl

Starfsmenn Holtaskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins árið 2015. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa, vinnustaða og skóla. Keppt er hvoru tveggja í fjölda daga og mínútna og sigraði Holtaskóli með yfirburðum í báðum flokkum. Mjög margir starfsmenn Holtaskóla stunda einhvers konar hreyfingu nokkrum sinnum í viku en þátttaka í Lífshlaupinu hvetur enn fleiri til dáða.
 
 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024