Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Holtaskóli hlýtur fyrstu verðlaun í landskeppni eTwinning 2007-2008
Miðvikudagur 8. október 2008 kl. 18:10

Holtaskóli hlýtur fyrstu verðlaun í landskeppni eTwinning 2007-2008

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Holtaskóli hlaut fyrstu verðlaun í flokki grunnskóla í landskeppni eTwinning 2007-2008 sem er áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu. E-Twinning heyrir undir Comenius hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins, Lifelong Learning program.
Í verkefninu eru paraðir saman skólar í Evrópu sem eiga svo samskipti á netinu með það að markmiði að miðla upplýsingum og læra hver af öðrum.

Holtaskóli tók þátt með verkefninu "Getting to know each other" og hlutu Ingibjörg Jóhannsdóttir og samstarfsnemendur hennar verðlaun fyrir verkefnið sem unnið var milli nemenda í árgangi 1996 í Holtaskóla og jafnaldra þeirra í Notre Dame skólanum í Baraqueville í Frakkalndi.
Nemendur gerðu stutta myndbandskynningu á sjálfum sér á,  kynningu með mynd í Word og síðan kynningu á fjölskyldu sinni á stóru A3-blaði með myndum. Undir vorið unnu nemendur svo saman kynningu á hinum ýmsu stöðum á Reykjanesskaganum sem sett var upp í Power Point og í framhaldi unnið myndband út frá því.

Samstarsfverkefnið mun halda áfram í vetur og munu nemendur skrifast á við frönsku krakkana í tölvupósti. Á næstunni mun svo hefjast áframhaldandi verkefnavinna.