Holtaskóli hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar
Í gær voru afhentir styrkir úr Manngildissjóði til skólaþróunar í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru afhent hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar.
14 tilnefningar bárust og fengu allir tilnefndir viðurkenningarskjöl.
Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar að þessu sinni fengu kennarar og stjórnendur Holtaskóli fyrir einstakan árangur í vetur. Holtaskóli sigraði með eftirminnilegum hætti í Skólahreysti bæði hér á landi og í Finnlandi, Skólaleikunum, Gettu ennþá betur, Stóru upplestrarkeppnina og einnig unnust smáir og stórir sigrar í námsárangri og hegðun.
Önnur verðlaun hlutu leikskólakennarar og leiðbeinendur á deildinni Bakka á Heiðarseli fyrir markvissa stafa- og lestrarkennslu.
Þriðju verðlaun féllu síðan í skaut leikskólans Gimlis fyrir Yogakennslu barna.
Á mynd eru:
Baldur Þ. Guðmundsson formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, Sif Stefánsdóttir deildarstjóri á Bakka, Jóhann Geirdal skólastjóri Holtaskóla, Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri Gimli og Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar.