Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Holtaskóli fagnaði 60 ára afmæli
Hópur fyrrum nemenda sem hófu nám hér fyrir 60 árum ásamtJóhanni Geirdal núverandi skólastjóra.
Mánudagur 1. október 2012 kl. 11:42

Holtaskóli fagnaði 60 ára afmæli

Í dag, þann 1. október hélt Holtaskóli upp á 60 ára afmæli sitt. Í tilefni dagsins var haldin afmælisveisla og uppákoma á sal. Gagnfræðaskólinn í Keflavík var fyrst settur fyri 60 árum og var fyrrum nemendum skólans því boðið í heimsókn.

Þessir fyrrum nemendur fengu höfðinglegar móttökur og voru þeim veittir sérstakir treflar sem jafnan eru veittir útskriftarnemum skólans. Nánar verður fjallað um afmælið í prentútgáfuVíkurfrétta en hér að neðan eru nokkrar myndir frá veislunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Líklega eru þessi kríli verðandi nemendur Holtaskóla.

Núverandi nemendur í kór skólans.

Hjónin Hreinn Óskarsson og Guðrún Ásta Björnsdóttir kynntust í skólanum fyrir 59 árum.

Gamlar bakkjarsystur

 

VF-myndir Eyþór Sæmundsson