Holræsa- og sorphirðugjöld lækka
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um lækkun holræsagjalds úr 0,20% í 0,17% á heimili og lækkun sorphirðugjalds úr 6.500 krónum í 4.900 krónur á hvert heimili.
Þetta er gert þar sem álagningarstofn fasteignagjalda skilar hærri upphæð í holræsagjaldi en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun og því svigrúm til lækkunar.
Sorphirðugjaldið lækkar þar sem niðurstaða útboðs á sorphirðu varð hagstæðari en viðmiðun fjárhagsáætlunar gerðir ráð fyrir, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Þetta er gert þar sem álagningarstofn fasteignagjalda skilar hærri upphæð í holræsagjaldi en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun og því svigrúm til lækkunar.
Sorphirðugjaldið lækkar þar sem niðurstaða útboðs á sorphirðu varð hagstæðari en viðmiðun fjárhagsáætlunar gerðir ráð fyrir, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.