Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. mars 2004 kl. 11:42

Holótt Hringbraut veldur tjóni á bílum

Um helgina tilkynnti ökumaður bifreiðar um skemmdir sem urðu á dekki og felgu á bifreið hans er hann ók bifreiðinni í holu á Hringbraut í Keflavík, rétt norðan við Vesturbraut í Keflavík. Hola er þarna í malbikið. Keila hafði verið sett við holuna til viðvörunnar, en var fokinn í burtu. Þetta er önnur tilkynningin til lögreglu á nokkrum dögum um skemmdir á hjólabúnaði bifreiða vegna hola í malbiki á Hringbrautinni í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024