Hólmsteinn GK í gullverðlaunaskreytingu á Olympíuleikum
Netabáturinn Hólmsteinn GK 20 úr Garði, sem síðasta áratuginn hefur hvílt lúin bein á byggðasafninu á Garðskaga, var í stóru hlutverki á Olympíuleikum kokkalandsliða um nýliðna helgi.
Hólmsteinn GK fékk að tróna á toppnum á súkkulaðiskreytingu eftirrétta. Íslenska kokkalandsliðið hlaut gullverðlaun fyrir framlag sitt á Olympíuleikunum og súkkulaðilistaverkið var sérstaklega glæsilegt en mynd af því var birt á fésbókarsíðunnu Garðmenn og Garðurinn.