Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hólmsbergsviti skemmdur með riffilskoti
Skotið hafði verið á gler í Hólmsbergsvita. Myndir af vef Siglingastofnunar.
Fimmtudagur 3. janúar 2013 kl. 13:52

Hólmsbergsviti skemmdur með riffilskoti

Í eftirlitsferð starfsmanna Siglingastofnunar í Hólmsbergsvita við Helguvík rétt fyrir áramót, uppgötvuðust skemmdarverk sem unnin hafa verið á vitanum. Svo virðist sem einhver hafi nýlega skotið að líkindum með riffli, á vitaljósið svo merkjasendingar trufluðust.

Hólmsbergsviti er viti til leiðsagnar siglinga meðfram strönd Reykjanesskaga og sjófarendur eiga að geta treyst á rétt ljósmerki í dimmu veðri.

Skotið hæfði rauða glerið í vitanum sem splundraðist og gaf vitinn því um tíma röng merki en það hefur nú verið lagfært. Vitar landsins gegna öryggishlutverki fyrir sjómenn og því er full ástæða til að líta skemmdarverk sem þessi alvarlegum augum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024