Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti
Föstudagur 8. mars 2024 kl. 18:45

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti. Hólmfríður lauk leikskólakennaranámi með B.Ed. gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2000, viðbótarnámi í grunnskólafræðum frá sama skóla árið 2002, Dipl.Ed. í námi og kennslu ungra barna frá Háskóla Íslands árið 2006 og M.Ed. í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2013.

Hólmfríður starfaði sem aðstoðarskólastjóri í leikskólanum Krummafæti á Greinivík árin 2007-2009. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við Brekkuskóla á Akureyri og sem háskólakennari við Háskólann á Akureyri. Hólmfríður gegndi starfi skólastjóra við Sandgerðisskóla árin 2016-2022 og starfar nú sem deildarstýra Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024