Hólmfríður í efsta sæti VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og skólastjóri Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hún varð efst á lista í forvali flokksins sem fram fór um helgina en úrslit voru kunngjörð nú undir kvöld.
Í samtali við Víkurfréttir sagðist hún vera gríðarlega ánægð með niðurstöðuna og þakklát fyrir stuðninginn. Hún var einnig glöð með árangur kvenna en konur hlutu kosningu í þrjú efstu sætin á listanum.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
sæti: Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði.
sæti: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.-2. sæti.
sæti: Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.-3. sæti.
sæti: Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði í 1.-4. sæti.
sæti: Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði í 1.-5. sæti.
Alls greiddu 456 atkvæði í forvalinu af þeim 671 sem voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var því 68%. Sex seðlar voru auðir en enginn ógildur.
Sigrún Birna Steinarsdóttir, sem varð í 3. sæti, og Hólmfríður Árnadóttir, sem er sigurvegari forvals VG í Suðurkjördæmi. Hér eru þær í kvöld með Fagradalsfjall í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi