Hólmfríður er nýr leikskólastjóri Holts
Nýr leikskólastjóri tók nýlega við stjórninni á leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir tók við lyklavöldum af fráfarandi leikskólastjóra Maríu Petrínu Berg sem var nýlega ráðinn sem leikskólastjóri á nýjum leikskóla, Drekadal, sem er einnig í Innri-Njarðvík.
María Petrína sagði að það væri mikil fengur að fá Hólmfríði til starfa og að leikskólinn Holt muni vera áfram í góðum höndum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				