Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hollywood sprengingar í Sandvík
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 16:12

Hollywood sprengingar í Sandvík

Sprengjusérfræðingar og brellumeistarar úr Hollywood sprengdu sérstök hylki í Sandvík í gær til þess að kanna hvernig gígurinn yrði sem sprengingin myndi skilja eftir sig.

Þetta eru ekki hljóðlátar sprengjur og má til gamans geta að sprengjuhljóðið náði alla leið að brúnni á milli heimsálfa sem er töluvert fyrir ofan tökustaðinn.

Gígurinn sem eftir þetta kemur er nokkuð stór en nokkur slík hylki verða sprengd á meðan tökur standa yfir á Hollywood-stórmyndinni Flags of our Fathers.

Myndin fjallar um innrás Bandaríkjamanna á japönsku eyjuna Iwo Jima en hún átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni.

Tökur fara að hefjast og er undirbúningur í fullum gangi en meirihluti erlends starfsfólks myndarinnar er við vinnu á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024