Hollywood á heiðinni?
Íslenskir aðilar eru með stórar hugmyndir um að byggja kvikmyndaver á heimsklassa á Vallarheiði, en að sögn Vísis.is eru það þeir Hallur Helgason, Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp sem standa að verkefninu en erlendir aðilar koma einnig við sögu. Vonir standa til þess að starfsemi geti hafist í apríl á næsta ári.
Í frétt Vísis er m.a. haft eftir Halli að ráðgert sé að aðstaða verði í nokkrum byggingum á svæðinu, þar á meðal einu flugskýli. „Þetta verður aðstaða í hæsta gæðaflokki. Risa stórt rými, hljóðeinangrað, vítt til veggja, engar súlur og bara frábær aðstaða til kvikmyndagerðar þar sem menn koma inn með sín tæki og tól.“
www.visir.is
Í frétt Vísis er m.a. haft eftir Halli að ráðgert sé að aðstaða verði í nokkrum byggingum á svæðinu, þar á meðal einu flugskýli. „Þetta verður aðstaða í hæsta gæðaflokki. Risa stórt rými, hljóðeinangrað, vítt til veggja, engar súlur og bara frábær aðstaða til kvikmyndagerðar þar sem menn koma inn með sín tæki og tól.“
www.visir.is