Hollvinir Unu í Sjólyst hittast í dag
Aðalfundur Hollvina Unu í Sjólyst verður haldinn í dag, laugardaginn 16. nóv. kl. 17:00 í Samkomuhúsinu Garði. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Guðmundur Magnússon formaður fer yfir árangur félagsins frá stofnun og rifjar upp markmið félagsins. Gunnsteinn Gunnarsson segir frá störfum föður síns Gunnars M. Magnúss, sem skrifaði bókina Völva Suðurnesja. Jóna Björk Guðnadóttir flytur erindi um líf Álfs Magnússonar skálds frá Gauksstöðum og Jón Marínó Jónsson flytur frumsamin lög við ljóð og kvæði Álfs Magnússonar frá Gauksstöðum.
Sjólyst verður opin eftir fundinn, þar er sýning á munum Unu Guðmundsdóttur. Einnig er sögusýning með stækkuðum myndum af Unu og Gerðahverfinu.
Sjólyst verður með opið hús frá 16. nóv. til og með 24. nóv. frá kl. 17:00 til 21:00.