Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hollvinir Menningarseturs að Útskálum funda á laugardag
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 12:26

Hollvinir Menningarseturs að Útskálum funda á laugardag

Aðalfundur Hollvinafélags Menningarseturs að Útskálum verður haldinn að Útskálum í Garði laugardaginn 8. desember nk. og hefst kl 14:00.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf. Þar verður kynnt skýrsla stjórnar og farið yfir efnahag. Þá verður framtíðarstarf félagsins rætt en eins og kunnugt er af fréttum þá hefur Menningarsetrið að Útskálum verið tekið til gjaldþrotaskipta og er gamla prestsetrið að Útskálum nú í eigu Landsbankans.

Allir Hollvinir og áhugafólk um Útskála er hvatt til að mæta á fundinn, segir í tilkynningu frá stjórn Hollvina Menningarsetursins að Útskálum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024