Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hollvinafélag Menningaseturs að Útskálum fundar á laugardaginn
Fimmtudagur 1. nóvember 2007 kl. 14:43

Hollvinafélag Menningaseturs að Útskálum fundar á laugardaginn

Hollvinafélag Menningarsetursins að Útskálum hefur boðað til aðalfundar næstkomandi laugardag, 3. nóvember, á veitingastaðnum Flösinni í byggðasafninu á Garðskaga. Fundurinn hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.

Hollvinafélagið var stofnað 24. maí 2005 og eru félagar nú tæplega 150 talsins. Markmið félagsins eru að auka tengsl almennings við Menningarsetrið og vera farvegur fyrir velvilja og stuðning við uppbyggingu þess.

Hollvinir geta tryggt að þær hugmyndir sem nú er unnið að verði að veruleika með því að leggja lóð á vogarskálina.

Þeir sem vilja verða Hollvinir geta skráð sig í síma 895-7376. Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu Menningarsetursins: www.utskalar.is eða hjá stjórnarmönnum félagsins. Vefsíða Menningarsetursins að Útskálum veitir nánari upplýsingar um það sem á döfinni er hverju sinni og er fróðlegt að fylgjast með því sem þar kemur fram. Framlag hollvina getur verið með ýmsu móti og er hverjum og einum frjálst að velja hve háa upphæð hann vill láta af hendi rakna. Greiða má inn á reikning 1192-05-400554 kt. 540704-2520 (Sparisjóðurinn Garði) og er þá viðkomandi skráður hollvinur í leiðinni. Margir nota sér þægindin við að greiða í gegnum heimabankann sinn eða láta bankann taka mánaðarlega af reikningi sínum þá upphæð sem þeir velja að leggja fram.

Fréttabréf um Menningarsetur að Útskálum - .pdf
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024