Hollenskar orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli
F-16 orrustuþotur hollenska flughersins, 14 talsins, komu við á Keflavíkurflugvelli í gær, en höfðu skamma viðdvöl á leið frá bækistöð sinni í Hollandi og til heræfinga í Bandaríkjunum.
Þrjár aðrar F-16 þotur voru einnig sendar hingað til lands til vara ef einhverjar kynnu að heltast úr lestinni.
Svo varð þó ekki og hélt hersingin ferð sinni áfram í morgun. Frá Keflavík flugu þoturnar áleiðis til Ganderflugvallar á Nýfundnalandi.
Myndir/Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli