Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hollensk hjón tekin með mikið magn af kókaíni
Laugardagur 17. mars 2018 kl. 13:53

Hollensk hjón tekin með mikið magn af kókaíni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar eldri hjón komu til landsins með fíkniefni innvortis í síðustu viku. Reyndist karlmaðurinn, sem er um sextugt, vera með fimmtán pakkningar af kókaíni innvortis og konan, á sextugsaldri, með tvær pakkningar af sama efni í leggöngunum. Um var að ræða samtals um 300 grömm af fíkniefnum.

Tollverðir stöðvuðu hjónin, sem eru hollensk,  við komuna til landsins og handtók lögregla þau.

Rannsókn málsins er á lokastigi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024