Höldum sýklalyfjum virkum
Í upphafi vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja var haldunn fundur með læknum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem Kristinn Logi Hallgrímsson læknir fundaði með læknum HSS um þetta þýðingarmikla málefni, vitundarvakningu um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi.
Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna einstaklinga, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á mikilvægi þess að nota sýklalyf skynsamlega og minna á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.
Orsakir sýklalyfjaónæmis eru margvíslegar en ógætileg notkun sýklalyfja hjá bæði mönnum og dýrum er ein sú mikilvægasta. Uppgötvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir fylgikvilla og dauðsfalla vegna smitsjúkdóma og sýkinga. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um langa framtíð.
Skynsamleg ávísun sýklalyfja er samvinnuverkefni heilsugæslunnar, Sóttvarnarlæknis og Sýklafræðideildar Landspítala og hófst árið 2017. Fyrirmynd þess er sænskt verkefni sem hóf göngu sína fyrir aldarfjórðungi. Markmiðið er að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja og þar með vinna gegn þróun ónæmis og þannig stuðla að verndun og virkni þessarra gríðarlega mikilvægu og góðu lyf.
Í heilsugæslunni á Íslandi, í öllum heilbrigðisstofnunum, er hópur lækna sem á hverju ári mun funda með læknum allra heilsugæslustöðva á sínu svæði. Þar er farið yfir stöðuna á sýklalyfjaávísunum og ræddar áherslur fyrir næsta ár.
Sjá nánar á heimasíðu Embættis landlæknis.