Höfuðstöðvar HS Orku til Grindavíkur?
Líklegt er að höfuðstöðvar HS Orku í Reykjanesbæ verði fluttar til Grindavíkur til að liðka fyrir samningum um orkuöflun í landi sveitarfélagsins. Að minnsta kosti er ekki hægt að lesa annað úr fundargerð bæjarráðs Grindavíkur þar sem fulltrúar B-lista fagna því „að bæjaryfirvöld telji sig geta farið saman inn í samningagerð við HS Orku um landakaupamál, nýtingu auðlinda, nýtingarstefnu, eldfjallagarð, auðlindahús og flutning höfuðstöðva HS Orku til Grindavíkur,“ eins og segir orðrétt í bókun B-listans.
Eins og VF greindi frá nýlega er komin meiri þíða í samningaviðræður HS orku og bæjaryfirvalda eftir að HS Orka samþykkti að smærri og meðalstór fyrirtæki í Grindavík hefðu forgang að orku úr landi Grindavíkur umfram álverið í Helguvík. Samþykkt var á bæjarrráðsfundi í gær að skipa sérstaka þriggja manna nefnd til að annast samninga við HS Orku.
Tengd frétt:
Fyrirtæki í Grindavík njóta forgangs að orku framyfir álverið