Höfuðborg vetnisframleiðslu rísi á Keflavíkurflugvelli
Stórtíðindi aldarinnar eru að líta dagsins ljós. Herinn vill fara og það sem fyrst. Þetta er reyndar búið að vera lengi augljós stefna Bandaríkjanna að herseta hér sé ekki þeim að skapi vegna þeirra verkefna sem þeir eru í annarsstaðar í heiminum.
Við Íslendingar erum því miður ekki búnir að vera nógu sannfærandi um að fá að taka við ákveðnum verkefnum sem herinn var með í sínum röðum, en kannski vorum við bara engan veginn tilbúnir að fara að borga meira og þiggja minna.
Núna er hinsvegar frábært tækifæri að koma til okkar og það með ógnarhraða. Við eignumst skyndilega heilt bæjarfélag með öllu og flugvöll með.
Hvað eigum við að gera, jú stöndum saman og setjum upp hugmyndasamkeppni í samvinnu við stjórnvöld og hugvitsmenn, erlenda fjárfesta og tæknisamfélag vetnisframleiðenda og gefum þeim tækifæri á að setja á stofn „Höfuðborg vetnisframleiðslu“ og vélaframleiðslu á næstu kynslóð bílvéla.
Heimurinn er nefnilega að farast úr mengun og okkar tækifæri gæti einmitt legið í því að við gætum boðið heiminum uppá orkugjafa framtíðarinnar, ÁN MENGUNAR. Það eru mörg tækifæri sem hægt væri að gera fyrir INNAN GIRÐINGAR. Eitt er víst að hressileg umræða um framtíð Keflavíkurflugvallar er kærkomin og hugmyndir þar að lútandi velkomnar á síður dagblaða.
Ég skora á Suðurnesjamenn að virkja hugmyndaflugið og setja niður á blað atvinnuskapandi hugmyndir um hvernig við nýtum svæðið sem best.
Það hlýtur að verða eitt fyrsta verk stjórnvalda að koma Landhelgisgæzlunni suður, koma Vatnsmýrinni í byggingarlóðir, flýta allri samgönguáætlun um að tvöfalda samgöngur á milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar og bretta upp ermar og styðja við bakið á hugmyndum Suðurnesjamanna.
Varðandi varnir landsins vil ég helst sjá okkur spila stærra hlutverk sem „Björgunarsveit Norður Atlandshafsin“s þar sem að við fáum okkar nágrannaþjóðir og frændur Dani og Norðmenn til að koma stundum í kurteisisheimsóknir með sín varðskip og flugvélar og stunda sínar æfingar með okkar Landhelgisgæzlu.
Tómas J. Knútsson
Við Íslendingar erum því miður ekki búnir að vera nógu sannfærandi um að fá að taka við ákveðnum verkefnum sem herinn var með í sínum röðum, en kannski vorum við bara engan veginn tilbúnir að fara að borga meira og þiggja minna.
Núna er hinsvegar frábært tækifæri að koma til okkar og það með ógnarhraða. Við eignumst skyndilega heilt bæjarfélag með öllu og flugvöll með.
Hvað eigum við að gera, jú stöndum saman og setjum upp hugmyndasamkeppni í samvinnu við stjórnvöld og hugvitsmenn, erlenda fjárfesta og tæknisamfélag vetnisframleiðenda og gefum þeim tækifæri á að setja á stofn „Höfuðborg vetnisframleiðslu“ og vélaframleiðslu á næstu kynslóð bílvéla.
Heimurinn er nefnilega að farast úr mengun og okkar tækifæri gæti einmitt legið í því að við gætum boðið heiminum uppá orkugjafa framtíðarinnar, ÁN MENGUNAR. Það eru mörg tækifæri sem hægt væri að gera fyrir INNAN GIRÐINGAR. Eitt er víst að hressileg umræða um framtíð Keflavíkurflugvallar er kærkomin og hugmyndir þar að lútandi velkomnar á síður dagblaða.
Ég skora á Suðurnesjamenn að virkja hugmyndaflugið og setja niður á blað atvinnuskapandi hugmyndir um hvernig við nýtum svæðið sem best.
Það hlýtur að verða eitt fyrsta verk stjórnvalda að koma Landhelgisgæzlunni suður, koma Vatnsmýrinni í byggingarlóðir, flýta allri samgönguáætlun um að tvöfalda samgöngur á milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar og bretta upp ermar og styðja við bakið á hugmyndum Suðurnesjamanna.
Varðandi varnir landsins vil ég helst sjá okkur spila stærra hlutverk sem „Björgunarsveit Norður Atlandshafsin“s þar sem að við fáum okkar nágrannaþjóðir og frændur Dani og Norðmenn til að koma stundum í kurteisisheimsóknir með sín varðskip og flugvélar og stunda sínar æfingar með okkar Landhelgisgæzlu.
Tómas J. Knútsson