Heklan
Heklan

Fréttir

Höfrungavaða í miklu æti utan við Keflavík
Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 19:52

Höfrungavaða í miklu æti utan við Keflavík

Höfrungavaða náðist á myndband þar sem hún var greinilega í miklu æti skammt utan við höfnina í Keflavík í ljósaskiptunum nú í kvöld. Þá stungu súlur sér í hundruðavís á eftir ætinu. Sjórinn utan við Keflavik virðist kraumandi af æti. Ætli þar sé ekki komin loðnan sem hverrgi annarsstaðar hefur fundist? Myndirnar má sjá í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is

Myndirnar af höfrungavöðunni náðust í kjölfar þess að hringt var í fréttasíma Víkurfrétta, 898 2222, en Víkurfréttir hvetja lesendur til að hafa samband við fréttasímann ef það hefur ábendingar um áhugavert myndefni eða frétt.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25