Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Höfrungavaða í miklu æti utan við Keflavík
Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 19:52

Höfrungavaða í miklu æti utan við Keflavík

Höfrungavaða náðist á myndband þar sem hún var greinilega í miklu æti skammt utan við höfnina í Keflavík í ljósaskiptunum nú í kvöld. Þá stungu súlur sér í hundruðavís á eftir ætinu. Sjórinn utan við Keflavik virðist kraumandi af æti. Ætli þar sé ekki komin loðnan sem hverrgi annarsstaðar hefur fundist? Myndirnar má sjá í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is

Myndirnar af höfrungavöðunni náðust í kjölfar þess að hringt var í fréttasíma Víkurfrétta, 898 2222, en Víkurfréttir hvetja lesendur til að hafa samband við fréttasímann ef það hefur ábendingar um áhugavert myndefni eða frétt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024