Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Höfnin full af bátum
Miðvikudagur 5. febrúar 2003 kl. 12:39

Höfnin full af bátum

Allmargir bátar voru í Grindavíkurhöfn í morgun og fáir bátar á sjó, enda veður mjög slæmt. Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun þar sem búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðvestur-, Faxaflóa-, Breiðafjarðar- og Vestfjarðamiðum, og á Norðaustur-, Austur-, Austfjarða- og Suðausturmiðum. Samkvæmt sjóveðurspá fyrir Suðvesturmið, Faxaflóamið, Breiðafjarðarmið er gert ráð fyrir SA 18-23 m/s og slydda eða rigning, en S 13-18 síðdegis. SV 10-15 og skúrir í nótt og á morgun, en heldur hvassari á djúpmiðum.

VF-Ljósmynd: Grindavíkurhöfn rétt fyrir hádegi í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024