RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Þriðjudagur 2. janúar 2001 kl. 04:08

Höfðu það náðugt um helgina

Lögreglumenn í Keflavík höfðu það óvenju náðugt um helgina að sögn Víkings Sveinssonar, upplýsingafulltrúa lögreglunnar.
Nokkrar tilkynningar bárust um minniháttar líkamsárásir og eitthvað var um að rakettur rötuðu ekki rétta leið en rokið átti sinn þátt í því.
Tilkynning barst á nýársdag um að brotist hefði verið inní verslunina Hólmgarð í Keflavík. Þjófarnir brutu rúðu og stálu sígarettum og happaþrennum. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025