Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. október 2001 kl. 17:02

Höfðingleg gjöf til Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Vilborg Sigurjónsdóttir, ekkja Siguróla Geirssonar tónlistarmanns, færði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar stórgjöf úr búi þeirra hjóna föstudaginn 26. október sl.. Um er að ræða mikinn fjölda hljómplatna, sumar hverjar orðnar mjög fágætar og töluvert safn af nótnabókum og fræðibókum um tónlist. Siguróli Geirsson, sem lést nýverið, kenndi um árabil við Tónlistarskólann í Keflavík og Tónlistarskóla Njarðvíkur. Síðustu árin var hann skólastjóri Tónlistarskólans í Grindavík og organisti við Grindavíkurkirkju. Þessi höfðinglega gjöf mun örugglega nýtast kennurum og nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vel um ókomin ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024