Höfðingleg gjöf til HSS
Sigurður Wium Árnason hefur fært Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tvær súrefnissíur að gjöf. Síurnar er hægt að nota hvort sem er inni á sjúkrahúsinu eða í heimahúsum og nýtast því skjólstæðingum afskaplega vel. Önnur sían er hentug til ferðalaga og markar tímamót fyrir þá sem eru háðir súrefni því þeir geta nú farið allra sinna ferða, þar á meðal í flug.
Tækin vinna súrefni úr andrúmsloftinu og eru mun meðfærilegri en hefðbundnir súrefniskútar. Þessa höfðinglega gjöf gefur Sigurður í minningu eiginkonu sinnar, Auðar Bertu Sveinsdóttur og sonar þeirra, Sveins Wium Sigurðssonar. Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri á D-deild og Sigurður Árnason læknir tóku við gjöfinni fyrir hönd HSS. Þau eru á meðfylgjandi mynd til sitthvorrar handar gefandanum og tækin eru í forgrunni.
Tækin vinna súrefni úr andrúmsloftinu og eru mun meðfærilegri en hefðbundnir súrefniskútar. Þessa höfðinglega gjöf gefur Sigurður í minningu eiginkonu sinnar, Auðar Bertu Sveinsdóttur og sonar þeirra, Sveins Wium Sigurðssonar. Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri á D-deild og Sigurður Árnason læknir tóku við gjöfinni fyrir hönd HSS. Þau eru á meðfylgjandi mynd til sitthvorrar handar gefandanum og tækin eru í forgrunni.