Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hnýtingarklúbbur fyrir alla í Virkjun
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 15:37

Hnýtingarklúbbur fyrir alla í Virkjun

Flugukofinn í samstarfi við Virkjun verður með vikuleg fluguhnýtingakvöld á miðvikudögum kl. 19:30 í húsnæði Virkjunar að Flugvallabraut 740, Ásbrú. Allir eru hjartanlega velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Fyrir þá sem aldrei hafa reynt að hnýta flugu verður í boði auka græjur og allt sem til þarf. Einnig verður í boði kennsla fyrir þá sem það vilja þiggja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Endilega látið þetta berast á milli veiðifélaga og um að gera að reyna hóa saman sem flestum. Þetta er líka frábært tækifæri til að segja veiðisögur frá síðasta sumri og ræða um hvert væri sniðugt að fara sumarið 2011.

Ekki væri verra ef þið sem eruð ákveðin í að mæta látið vita í síma 821-4703 en þessi hittingur er ókeypis fyrir alla.

Flugukofinn og Virkjun mannauðs á Reykjanesi.

VF-Mynd/siggijóns