Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hnúfubakurinn hrifinn af Suðurnesjum
Fimmtudagur 26. nóvember 2009 kl. 16:56

Hnúfubakurinn hrifinn af Suðurnesjum

Hnúfubakur sem Hafrannsóknastofnunin merkti með gervihnattasendi 21. október sl. á Eyjafirði heldur sig enn á Faxaflóa, samkvæmt vef stofnunarinnar og vitnað er í á mbl.is. Hvalurinn hefur verið nærri landi við Voga og Keflavík. Í morgun hafði hann synt aðeins í norðausturátt en var ekki langt frá landi.


Hvalurinn hafði þá lagt 2.858 km að baki frá því hann var merktur. Á vef Hafrannsóknastofnunarinnar er hægt að fylgjast með ferðum hvalsins á korti svo lengi sem gervihnattamerkið virkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Myndin: Hnúfubakurinn teiknar þessa líka fínu mynd af ferðum sínum með hjálp staðsetningartækis sem sendir upplýsingar um ferðir hans með reglulegum hætti. Á nokkrum stöðum má draga þá ályktun að dýrið hafi gengið á land, en það hefur örugglega gerst í skjóli myrkurs!