Hnífjafnt hjá Samfylkingu - fjölmörg ógild atkvæði
Fyrstu opinberu tölurnar úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ eru væntanlegar uppúr kl. 20:30. Frambjóðendur voru allir samankomnir á kjörstað kl. 18:30 en þá var ætlunin að gefa út fyrstu opinberu tölurnar. Hins vegar hafði verið tímarekt að stemma af upplýsingar og af fyrstu 800 atkvæðunum sem komu upp úr kjörkössunum voru rúm 7% ógild.
Alls greiddu rétt tæplega 1300 manns atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og þegar 10% atkvæða höfðu verið talin var staðan hnífjöfn á milli frambjóðenda sem berjast um toppsætin. Ákveðið var að gefa út fyrstu opinberu tölurnar um kl. 20:30 og lokatölur koma jafnvel um kl. 22:00 í kvöld.
Víkurfréttir fylgjast með tölunum og birta þær hér á vf.is um leið og þær berast.