Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hnefahöggið kostaði tæpa hálfa milljón
Föstudagur 11. júní 2010 kl. 11:14

Hnefahöggið kostaði tæpa hálfa milljón

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 18 ára pilt í Reykjanesbæ í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að nefbrjóta eintakling á svipuðu reki. Til ryskinga kom á milli þeirra á skólaballi Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Top of the Rock í  upphafi skólannar 2009. Eitthvað munu kvennamál hafa komið þar við sögu.

Í dómsskýrslu segir að samkvæmt sakavottorði hafi sakborningur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ungur aldur ákærða og það að hann hafi játað að hafa veitt brotaþola hnefahögg beri að virða honum til refsilækkunar. Þá megi horfa til þess við ákvörðun refsingar hver aðdragandinn var að líkamsárásinni. Til refsiþyngingar horfir að nefbrot hlaust af högginu

Skaðabótakrafa brotaþola hljóðaði upp á 200 þúsund krónur og ber ákærða að greiða þá upphæð samkvæmt dómsorði. Auk þess þarf hann að greiða brotaþola 138 þúsund krónur málskostnað. Á hann fellur jafnframt 140 þúsund króna sakarkostnaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024