Hnausþykkar og lifandi Víkurfréttir á rafrænu formi í þessari viku
Í þessari viku og líklega næstu vikur verða Víkurfréttir gefnar út „rafrænt“ og blaðið því ekki prentað. Við vonum að þið, kæru lesendur takið því vel. Blað vikunnar er upp á 46 síður og hlutfall lesefnis er mjög hátt.
Við á Víkurfréttum gátu leyft okkur ýmislegt í útgáfu blaðsins í þessari viku. Það er hægt að gera ýmislegt í rafrænu blaði sem er ekki hægt í pappír. Þannig erum við að setja myndskeið inn á síðurnar þar sem við á. Við vonum að þið njótið vel.
Við ræddum við um á þriðja tug einstaklinga í þessari útgáfu og auðvitað var málefnið svolítið mikið tengt COVID-19.
Við hverjum ykkur enn og aftur til að skrá ykkur sem áskrifendur fyrir rafrænu útgáfunni á forsíðu vf.is. Þannig fáið þið blað vikunnar í tölvupóstinn um leið og að er gefið út.