HMY Airways millilendir í fyrsta sinn á Íslandi
Rétt fyrir hádegi lenti þota frá Kanadíska flugfélaginu HMY Airways í fyrsta sinn á Keflavíkurflugveli, en samningar hafa tekist um reglulega millilendingu flugvéla frá Flugfélaginu á Íslandi. Þotan kom frá Vancouver/Calgary í Kanada en um 9 klukkustunda flug er þaðan til Íslands og hélt hún áleiðis til Manchester í Englandi, en um 130 farþegar voru um borð. Steinþór Jónsson hótelstjóri í Keflavík og umboðsmaður flugfélaginsins sagði í tilefni af komu vélarinnar að þetta væri stór stund: „Það er gaman að vera hér og sjá vélina lenda og mér líður svipað og fyrir sex árum þegar vél frá Canada 3000 lenti hér. Þetta er fyrsta skrefið í samstarfi við flugfélagið og við höfum nú þegar lagt inn umsókn til Samgönguráðuneytisins um leyfi til að flytja farþega til Kanada frá Íslandi. Jafnvel mun ég leita eftir að fá bráðabirgðaleyfi meðan formlegar samningaviðræður standa yfir og ég vona að farþegaflutningar til og frá landinu geti hafist í febrúar eða mars,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.
Við móttökuathöfn þegar áhöfn flugvélarinnar gekk inn í flugstöðvarbygginguna afhenti Björn Knútsson flugvallarstjóri flugstjóra vélarinnar blómvönd og sagði að koma flugfélagsins væri stórt framfaraskref fyrir flugvöllinn og að hann myndi gera allt sem í hans valdi stendur til að efla samstarfið: „Flugstöðin getur tekið við fleiri flugvélum og við erum mjög ánægðir með komu þessa flugfélags og bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Björn Knútsson. Fyrirtækið Airport Associates/Vallarvinir afgreiðir HMY á Íslandi og segir Sigþór Skúlason rekstrarstjóri fyrirtækisins að koma þessa flugfélags sé kærkomin viðbót við hóp viðskiptavina fyrirtækisins: „Við vonum að áform HMY um mikla aukningu ferða í sumar til og frá landinu standist, en það kallar á aukin umsvif okkar á Keflavíkurflugvelli.“
James Westmancott aðstoðarforstjóri HMY Airways sagði að hann væri ánægður með flugið til Íslands og samstarfið við Íslendinga: „Ég er bjartsýnn á að samstarfið takist vel og vonandi verðum við farnir að fljúga með íslendinga til Kanada og Evrópu innan skamms,“ sagði James en hann dvelur á Hótel Keflavík og mun fara aftur til Kanada á morgun en þá millilendir vélin á leið sinni til Kanada.
Við móttökuathöfn þegar áhöfn flugvélarinnar gekk inn í flugstöðvarbygginguna afhenti Björn Knútsson flugvallarstjóri flugstjóra vélarinnar blómvönd og sagði að koma flugfélagsins væri stórt framfaraskref fyrir flugvöllinn og að hann myndi gera allt sem í hans valdi stendur til að efla samstarfið: „Flugstöðin getur tekið við fleiri flugvélum og við erum mjög ánægðir með komu þessa flugfélags og bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Björn Knútsson. Fyrirtækið Airport Associates/Vallarvinir afgreiðir HMY á Íslandi og segir Sigþór Skúlason rekstrarstjóri fyrirtækisins að koma þessa flugfélags sé kærkomin viðbót við hóp viðskiptavina fyrirtækisins: „Við vonum að áform HMY um mikla aukningu ferða í sumar til og frá landinu standist, en það kallar á aukin umsvif okkar á Keflavíkurflugvelli.“
James Westmancott aðstoðarforstjóri HMY Airways sagði að hann væri ánægður með flugið til Íslands og samstarfið við Íslendinga: „Ég er bjartsýnn á að samstarfið takist vel og vonandi verðum við farnir að fljúga með íslendinga til Kanada og Evrópu innan skamms,“ sagði James en hann dvelur á Hótel Keflavík og mun fara aftur til Kanada á morgun en þá millilendir vélin á leið sinni til Kanada.