Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýtur 1,5 milljón króna styrk til þróunar kennsluhátta í náttúrufræði
Fimmtudagur 11. maí 2017 kl. 06:00

Hlýtur 1,5 milljón króna styrk til þróunar kennsluhátta í náttúrufræði

Þórunn Alda Gylfadóttir náttúrufræðikennari við Grunnskóla Grindavíkur hlaut á dögunum 1,5 milljón króna styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins Þróun kennsluhátta í náttúrufræðigreinum. Á vef Grindavíkurbæjar segir að Þórunn Alda hafi verið náttúrufræðikennari við Grunnskóla Grindavíkur undanfarin fimm ár og að kennslan hjá henni hafi verið mjög metnaðarfull og skemmtileg.

Þórunn Alda sótti um styrkinn ásamt Karítas Nínu Viðarsdóttir með það að markmiði að þróa bæði kennslu og námsefni í samstarfi við Reykjanes Geopark, sjávarútveg og önnur fyrirtæki í nærumhverfinu með það að markmiði að auka og dýpka skilning nemenda, sem og að auka áhuga þeirra og hæfni á sviði vísinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024