Hlýtt og rakt næstu daga
Sú gula hélt svo sannarlega upp á sumardaginn fyrsta í gær með „fallegasta degi sumarsins“ eins og orðheppinn maður sagði í samtali við blaðamann seint í gærkvöldi. Það er öllu þyngra yfir bóli í dag og næstu dagar verða hlýir og rakir, því svo sú gula muni án efa sýna sig inn á milli skúra. Meðfylgjandi mynd er tekin í Garðinum við fyrsta sumarsólsetur þessa árs í gærkvöldi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson