Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýtt og örlítil væta
Miðvikudagur 23. september 2009 kl. 08:15

Hlýtt og örlítil væta


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á suðvestan 3-8 m/s og skúrir. Sunnan 8-13 seint í kvöld með rigningu, en heldur hægari vestanátt á morgun og stöku skúrir. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 3-8 og stöku skúrir. Suðlæg átt, 5-13 seint í kvöld með rigningu, en heldur hægari vestanátt á morgun og þurrt að kalla. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:?
Suðvestanátt, yfirleitt 8-13 m/s, en heldur hægari á Vestfjörðum. Víða rigning framan af degi, en skúrir uppúr hádegi og léttir til austanlands. Hiti 6 til 12 stig. ??

Á föstudag:?
Suðvestan 8-13 og víða rigning í fyrstu, en síðan skúrir og styttir upp á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið. ??

Á laugardag:?

Suðvestan strekkingur eða allhvass vindur með vætu, en þurrt norðaustan- og austanlands. Heldur kólnandi. ??

Á sunnudag:?

Vestlæg átt og víða skúrir og jafnvel él fyrir norðan, einkum til fjalla. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst. ??Á mánudag og þriðjudag:?Útlit fyrir vestan- og norðvestanátt og úrkomu með köflum um norðanvert landið. Fremur kalt í veðri.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd: Sumir eru greinilega að búa undir komandi vetur og búnir að ná í vetrardekkin úr geymslunni. Enda er búist við næturfrosti í byrjun næstu viku. Þessi mynd var tekin í gærmorgun. VFmynd/pket.