Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýtt og fallegt veður í dag
Miðvikudagur 19. júlí 2006 kl. 09:31

Hlýtt og fallegt veður í dag

Í morgun var hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Þokuloft sums staðar með norðurströndinni, en annars nokkuð bjart veður. Hiti var á bilinu 6 til 11 stig.

Yfirlit
Milli Íslands og Noregs er 1025 mb hæð og önnur álíka á Grænlandshafi. Við suðausturströndina er lægðardrag sem þokast norður.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg norðaustlæg átt eða hafgola Bjart með köflum, en sums staðar skúrir. Lítilsháttar þokusúld norðanlands og austan, einkum úti við sjávarsíðuna. Hlýnandi í dag, allt að 17 til 20 stig þegar best lætur, en fremur svalt verður með norður- og austurströndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024