Hlýtt með vætunni
Ekki er hægt að kvarta yfir hitastiginu þó vætan sem nokkur þessa dagana. Veðurspá fyrr Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustan 8-15 m/s í dag, hvassast við ströndina. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið í kvöld og nótt. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið í kvöld og nótt. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hvessir heldur og úrkomumeira um kvöldið, einkum SA-lands. Hiti 5 til 13 stig.
Á laugardag:
Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum, en léttir til NA-lands. Lægir smám saman og birtir til þegar kemur fram á daginn. Kólnar, hiti 3 til 7 stig síðdegis og líkur á næturfrosti fyrir norðan.
Á sunnudag:
Norðaustlæg átt með vætu víðast hvar. Hiti 3 til 7 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt með éljum N- og A-lands og kólnar talsvert.