Hlýtt með smá vætu
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustan 3-10 m/s, en 8-15 í kvöld og á morgun. Skýjað en úrkomulítið, en dálítil rigning upp úr hádegi á morgun. Hiti 13 til 18 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 5-8 m/s, en 8-13 í kvöld og á morgun. Skýjað en úrkomulítið, en dálítil rigning upp úr hádegi á morgun. Hiti 13 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðaustan 10-15 m/s og dálítil rigning við suðvesturströndina, en annars hægari, skýjað og þurrt að kalla, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag:
Suðaustan 10-18, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil rigning suðvestanlands, áfram bjart veður á Norður- og Austurlandi, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi síðdegis og fer að rigna sunnanlands. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Stíf austanátt sunnanlands, en mun hægari suðaustlæg átt fyrir norðan. Vætusamt suðaustanlands, en annars bjart með köflum. Hlýtt í veðri, einkum norðan- og vestanlands.