Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlýnar síðdegis á morgun
Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 09:24

Hlýnar síðdegis á morgun

Á Garðskagavita voru NNV 9 og tæplega eins stiga frost kl. 9.
Klukkan 6 í morgun var vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Él norðan- og vestantil, en skýjað með köflum sunnan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 6 stiga frost um landið norðan- og vestanvert.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestlæg átt, 8-13 og él í fyrstu. Hægari og styttir upp þegar líður á daginn, en suðlægari í nótt. Suðaustan 10-15 og rigning í fyrramálið. Vestlægari undir kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en hlýnar síðdegis á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 8-15 m/s, en hvassari á annesjum norðaustantil. Él norðan- og vestantil, en léttir til suðaustanlands. Lægir og styttir víða upp þegar líður á daginn, en áfram strekkingur og él á annesjum norðaustantil. Sunnan 5-10 í nótt, en vestlægari norðaustanlands. Suðaustan 10-18 og fer að rigna suðvestantil í fyrramálið, en þurrt fram eftir degi annars staðar. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en hlýnar á morgun, fyrst suðvestanland.

VF-mynd: Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024