Hlýnar og þykknar upp í kvöld
Það er hrollkalt úti núna á Suðurnesjum og hitamælar sýna allt að tveggja stafa tölu í mínus. En það á að hlýna í kvöld og jafnframt þykknar upp með slyddu eða snjókomu.
Faxaflói
Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað, en þykknar upp í kvöld. Vestan 5-8 og slydda eða snjókoma með köflum í nótt og á morgun. Hægt hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig á morgun.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri og léttskýjað, en þykknar upp í kvöld. Vestan 3-8 m/s og dálítil slydda eða snjókoma í nótt og á morgun. Frost 5 til 10 stig í dag, en frostlaust seint í nótt.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:?Hæg vestlæg átt og lítilsháttar slydda eða snjókoma V-lands en bjartviðri á austanverðu landinu. Frostlaust vestast, en annars talsvert frost. ??Á föstudag og laugardag:?Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda með köflum V-til á landinu, en bjart eystra. Hiti víða 1 til 6 stig, en frost 0 til 7 stig NA-til. ??Á sunnudag:?Suðvestan 5-10. Rigning eða súld V-til á landinu, en skýjað með köflum NA-til. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark NA-til. ??Á mánudag:?Hæg breytileg átt. Slydduél með norðurströndinni en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 4 stig en vægt frost inn til landsins.