Hlýnar og hvessir
Veðurspáin í dag býður upp á Suðvestan 13-20 m/s og þurrt að kalla, en hægari S- og A-lands. Hvassara í vindstrengjum N-til, allt að 23 m/s. Lítilsháttar slydda eða rigning undir kvöld, en bjartviðri NA-lands. Rigning með köflum um landið norðvestanvert á morgun, annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig, en hlýnar lítillega með A-ströndinni á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 13-20 og slydda eða rigning í fyrstu, síðan vestan 15-23 og él, en úrkomulítið A-lands. Kólnandi, vægt frost síðdegis.
Á laugardag:
Vestanátt, víða 10-15 m/s. Léttir til SA- og A-lands, annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina. Suðlægari og slydda eða rigning SV- og V-lands um kvöldið.
Á sunnudag:
Hvöss suðvestanátt og súld eða dálítil rigning V-til á landinu, en bjartviðri A-lands. Hiti 3 til 10 stig.
Á mánudag:
Suðvestanátt og rigning eða slydda, en yfirleitt þurrt á NA- og A-landi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austast.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt A-lands. Kólnandi veður.