Hlýnar meira í dag
Klukkan 9 var vestlæg átt, víða 3-8 m/s norðantil á landinu, hæg sunnanátt suðvestanlands, en annars hæg breytileg átt. Léttskýjað austanlands, annars skýjað og þurrt að mestu. Hlýjast var 4 stiga hiti á Sauðanesvita og Dalvík, en kaldast 7 stiga frost á Egilsstaðaflugvelli.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg vaxandi suðlæg átt, 10-15 m/s í kvöld, en 13-20 á morgun. Rigning eða súld með köflum en úrkomulítið til að byrja með. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig seint í dag og á morgun.